Fjölgun á vinnumarkaði í Reykjanesbæ
Yfir 60,4% íbúa í Reykjanesbæ á aldrinum 18-67 ára voru á vinnumarkaði í október sl. miðað við 55,8% í febrúar á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Atvinnu- og hafnasvið Reykjanesbæjar.
Könnunin er unnin í samræmi við aðferðarfræði MMR. Þá kemur fram í könnuninni að fleiri íbúar vinna nú í fullu starfi en eða 79,6% á móti 75,6% í febrúar sl. Mesta fjölgunin er á fólki í afgreiðslu og þjónustu tengdum Keflavíkurflugvelli.
„Þetta er ánægjuleg þróun fyrir Reykjanesbæ, bæði að fleiri hafa nú vinnu og fleiri vinna í fullu starfi“, segir Einar Magnússon, formaður Atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar í tilkynningu frá Reykjanesbæ. „En við þurfum enn að styrkja atvinnugrunninn þannig að hér bjóðist vel launuð störf,“ segir Einar.