Fjölgar í Reykjanesbæ: fjölgun nemenda í leik- og grunnskólum hvergi meiri á landinu
Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað úr 11.928 í 14.250 frá desember 2006 til október 2008 sem þýðir 19,5% aukningu íbúa.
Börnum í grunnskólum hefur fjölgað um 235 eða úr 1.854 börn 1. október 2008 í 2.089 börn 1. október 2008 sem er aukning um 12,7%. Nýr grunnskóli, Háaleitisskóli, hefur bæst við á Vallarheiði en þar eru nú 94 nemendur í 1. - 5. bekk.
Leikskólabörnum hefur fjölgað úr 659 í 814 eða um 23,5%. Tveir nýir leikskólar hafa bæst við á Vallarheiði en þeir eru Völlur, leikskóli Hjallastefnunnar og heilsuleikskólinn Háaleiti.
Í Reykjanesbæ eru reknir 10 leikskólar, þar af fjórir einkareknir og grunnskólar eru sex talsins.
Reykjanesbær er vel í stakk búinn til þess að taka á móti þessari miklu fjölgun nemenda en nýr grunnskóli, Háaleitisskóli á Vallarheiði gæti auðveldlega tekið allt í 400 börn en nemendur þar eru nú 94 talsins. Einnig er hægt að bæta við nemendum í Myllubakkaskóla og Akurskóla. Nemendur í Akurskóla sem er í nýjasta hverfi Reykjanesbæjar eru nú 285 talsins en þar er gert ráð fyrir rúmlega 400 börnum þegar byggingu hans er lokið.
Vantar börn á leikskóla
Sú sérstaka staða er jafnframt komin upp að nú vantar börn á nýjasta leikskólann á Vallarheiði. þar eru nú 16 börn en leikskólinn tekur 80 börn. Gert er ráð fyrir að nemendur á Vallarheiði muni nýta sér þá þjónustu enda fjölgar þar óðfluga og þegar eru margir á biðlista eftir nemendaíbúðum. Leikskólavist er boðin öllum tveggja ára börnum í Reykjanesbæ.