Fjölgar í Njarðvíkurskóla
Um 40 félagar í Falun Gong komu til landsins frá Kaupmannahöfn í hádeginu. Reiknað er með að þeir fái sömu meðferð og þeir 25 sem komu frá Bandaríkjunum og Kanada í morgun og eru í haldi í Njarðvíkurskóla. Fólkið hefur ekki fengið landvistarleyfi og er beðið frekari fyrirmæla frá dómsmálaráðuneytinu. Fókið sem kom til Njarðvíkur í hádeginu fékk heita máltíð frá Matarlyst Atlanta í Keflavík. Ekki er ljóst hvort hópurinn sem nú er í Njarðvíkurskóla fer með Ameríkuflugi síðdegis.