Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjölgar á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði
Föstudagur 20. maí 2016 kl. 13:33

Fjölgar á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði

Um áramót voru 119 umsækjendur á biðlista í Reykjanesbæ eftir félagslegu leiguhúsnæði, þar á bakvið voru 93 börn. Í apríllok 2016 voru 125 umsækjendur á biðlista, þar á bakvið voru 95 börn.

Farið var yfir málið á síðasta fundi Velferðarráðs Reykjanesbæjar. Ekki kemur fram í gögnum frá fundi ráðsins hvernig bregðast skuli við stöðunni.

Þá var á fundinum rætt um húsnæðismál umsækjenda með fíkni- og geðvanda og felur velferðarráð sviðsstjóra að ræða við Hjálpræðisherinn og Rauða kross Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024