Laugardagur 7. febrúar 2009 kl. 17:33
Fjölgaði um 6,27% í fyrra
Íbúum í Garði fjölgaði um 6,27% á árinu 2008, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Samtals fjölgaði íbúum um 91 umfram brottflutta. Íbúum hafði fækkað um 30 árið áður. Garðbúum er enn að fjölga því aðfluttir umfram brottflutta á þessu ári eru átta.