Fjölgaði um 1149
Suðurnesjamenn voru 21,564 talsins þann 1. desember síðastliðinn. Það eru 1149 fleiri en á sama tíma 2007. Íbúar Reykjanesbæjar voru 14,208 þann 1. desember, Grindvíkingar voru 2849, í Sandgerði bjuggu 1750, í Garði voru 1542 og 1215 í Vogum.
Íbúatalan í Reykjanesbæ fór úr 13256 í 14208 á einu ári miðaða við 1. desember. Þetta kemur fram í nýjum mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands.