Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölga stöðugildum í Gerðaskóla vegna agamála
Föstudagur 29. júní 2018 kl. 10:26

Fjölga stöðugildum í Gerðaskóla vegna agamála

Nýtt bæjarráð Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn sveitarfélagsins að erindi stjórnenda Gerðaskóla um aukin stöðugildi verði samþykkt og felur fjármálastjóra og starfandi bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna þess fyrir
bæjarstjórn.
 
Stjórnendur Gerðaskóla í Garði höfðu sent frá sér erindi til bæjaryfirvalda þar sem óskað er eftir auknum stöðugildum við skólann sem nemur 1,35 stöðugildum, til þess að hægt verði að ná betur utan um agamál í skólanum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024