Fjölga starfsmönnum til að bregðast við auknum flóttamannastraumi frá Úkraínu
Óskað hefur verið eftir heimild hjá Reykjanesbæ til að ráða tímabundið í stöðugildi til að unnt verði að sinna þjónustu í samræmi við þjónustusamning um móttöku, aðstoð og þjónustu við flóttafólk til að bregðast við auknum flóttamannastraumi frá Úkraínu. Gert er ráð fyrir að ráða þrjá starfsmenn tímabundið.
Hera Ó. Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, og Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, mættu á fund bæjarráðs og kynntu málið. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og hefur falið Heru og Helga að vinna áfram í málinu.