Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölga nýjum hjúkrunarrýmum á Nesvöllum úr 60 í 80
Fimmtudagur 5. janúar 2023 kl. 10:26

Fjölga nýjum hjúkrunarrýmum á Nesvöllum úr 60 í 80

Drög að viðauka við samning milli heilbrigðisráðuneytis og Reykjanesbæjar um byggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum í Reykjanesbæ voru lögð fram á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar. Viðaukinn felur meðal annars í sér fjölgun hjúkrunarrýma úr 60 í 80.

Bæjarráð samþykkti viðaukann á fundinum og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Velferðarráð Reykjanesbæjar tók m.a. fjölgun hjúkrunarrýma til umfjöllunar á fundi ráðsins í desember, þar sem meirihluti ráðsins bókaði: „Meirihlutinn í velferðarráði fagnar því að samkvæmt fundargerð öldungaráðs sem haldinn var þann 8. desember sl. er unnið að nýju hjúkrunarheimili. Einnig að á 1395. fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 1. desember sl. hafi verið samþykkt að fjölga hjúkrunarrýmum úr 60 í 80. Þarna er verið að horfa í að þörfin sé brýn og nauðsynleg svo að vinda þarf ofan af biðlistum og horfa til framtíðar. En til þess að allt þetta gangi upp þurfa Reykjanesbær og heilbrigðisráðuneytið að vinna vel saman t.d. að deiliskipulagi og komast að samkomulagi um kostnaðarskiptingu milli sveitarfélagsins og ríkisins.“ Undir bókunina rita þau Sigurrós Antonsdóttir, Andri Fannar Freysson og Birna Ósk Óskarsdóttir.