Fjölga bílastæðum við Sporthúsið á Ásbrú
Töluverðar framkvæmdir í gangi
Töluverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við Sporthúsið á Ásbrú. Ætlunin er að fjölga merktum bílastæðum úr 64 í 105, en þeir sem til þekkja kannast líklega við það hve erfitt er að fá bílastæði á annatímum við húsnæðið. Einnig er unnið að uppsetningu ljósastaura sem ætlar er að bæta lýsingu á plani eins sem gerð verður gönguleið milli bílastæðis fyrir framan Sporthúsið að Andrews theater svo fólk geti nýtt sér bílastæðin þar.