Fjölga bílastæðum við Krossmóa
Framkvæmdir við nýtt húsnæði Landsbankans í Krossmóa í Reykjanesbæ eru nú komnar á fullt. Fjöldi iðnaðarmanna eru nú að innrétta húsnæðið og unnið er að því að fjölga bílastæðum við húsið.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er verið að slá upp vegg við húsnæðið í Krossmóa. Þar verða útbúin sautján ný stæði. Veggurinn verður á milli bílastæðis og gangstéttar. Strax í framhaldinu verður farið í að útbúa á fjórða tug stæða vestan við stórhýsið í Krossmóa.
Þegar Landsbankinn flytur í húsið fljótlega á nýju ári verður húsnæðið fullnýtt. Fjölbreytt starfsemi er í húsinu en þar hafa Víkurfréttir m.a. höfuðstöðvar sínar.