Fjöldi viðurkenninga og verðlauna við útskrift FS
Útskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram laugardaginn 2. júní á sal skólans. Alls útskrifuðust 75 nemendur; 53 stúdentar, 20 af starfsnámsbrautum, 11 af iðnbrautum, 2 úr meistaranámi og 1 af vélstjórnarbraut. Auk þess lauk 1 skiptinemi námi frá skólanum. Af útskriftarnemum komu 38 úr Keflavík, 12 úr Njarðvík, 9 úr Sandgerði, 8 úr Garðinum, 7 úr Grindavík og einn úr Vogum. Konur voru 45 en karlar 30.
Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Björk Ólafsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í myndlist, íslensku, frönsku, ensku, dönsku, raungreinum, stærðfræði og sögu. Anna Valborg Guðmundsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur í ensku, spænsku, dönsku og raungreinum. Anna Albertsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í viðskipta- og hagfræðigreinum, Birna Valborg Jakobsdóttir fyrir uppeldis- og sálarfræði, Einar Þorgeirsson fyrir ensku og Ólafur Þór Þórðarson fyrir vélstjórnargreinar. Christine Buchholz fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á sjúkraliðabraut. Þau Anna Albertsdóttir, Arngrímur Vilhjálmsson, Björk Ólafsdóttir, Einar Þorgeirsson, Hilma H. Sigurðardóttir og Tryggvi Þór Reynisson fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Auk þess fékk Lynn Browning skiptinemi gjöf frá skólanum.
Sparisjóðurinn í Keflavík veitir útskriftarnemum frá skólanum viðurkenningar vegna góðs námsárangurs. Að þessu sinni fékk Björk Ólafsdóttir námssstyrk fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og viðurkenningar fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum, íslensku og stærðfræði og raungreinum. Andrea Eiríksdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í viðskiptagreinum og Anna Valborg Guðmundsdóttir fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum.
Veitt voru verðlaun fyrir málmsuðukeppni sem haldin var á önninni en keppnin var nú haldin sjötta árið í röð. Þar varð Eyjólfur Alexandersson í 1. sæti, Guðni Þ. Frímannsson í 2. sæti og Árni Jóhannsson í því þriðja.
Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Björk Ólafsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í myndlist, íslensku, frönsku, ensku, dönsku, raungreinum, stærðfræði og sögu. Anna Valborg Guðmundsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur í ensku, spænsku, dönsku og raungreinum. Anna Albertsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í viðskipta- og hagfræðigreinum, Birna Valborg Jakobsdóttir fyrir uppeldis- og sálarfræði, Einar Þorgeirsson fyrir ensku og Ólafur Þór Þórðarson fyrir vélstjórnargreinar. Christine Buchholz fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á sjúkraliðabraut. Þau Anna Albertsdóttir, Arngrímur Vilhjálmsson, Björk Ólafsdóttir, Einar Þorgeirsson, Hilma H. Sigurðardóttir og Tryggvi Þór Reynisson fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Auk þess fékk Lynn Browning skiptinemi gjöf frá skólanum.
Sparisjóðurinn í Keflavík veitir útskriftarnemum frá skólanum viðurkenningar vegna góðs námsárangurs. Að þessu sinni fékk Björk Ólafsdóttir námssstyrk fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og viðurkenningar fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum, íslensku og stærðfræði og raungreinum. Andrea Eiríksdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í viðskiptagreinum og Anna Valborg Guðmundsdóttir fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum.
Veitt voru verðlaun fyrir málmsuðukeppni sem haldin var á önninni en keppnin var nú haldin sjötta árið í röð. Þar varð Eyjólfur Alexandersson í 1. sæti, Guðni Þ. Frímannsson í 2. sæti og Árni Jóhannsson í því þriðja.