Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjöldi Suðurnesjafyrirtækja og fleiri sameinast um kaup á eignum á Keflavíkurflugvelli
Fimmtudagur 23. ágúst 2007 kl. 09:00

Fjöldi Suðurnesjafyrirtækja og fleiri sameinast um kaup á eignum á Keflavíkurflugvelli

Gengið var formlega frá fyrstu sölu á eignum á starfsvæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar þann 20. ágúst sl.  Ferlið hefur staðið yfir síðan í mars á þessu ári.  Eignirnar voru formlega auglýstar 18. mars 2007 en vegna annmarka við skráningu fasteignanna hefur ferlið tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.  Fjöldi tilboða bárust í eignirnar en við mat á þeim var tekið tillit til verðs og hugmynda við nýtingu þeirra.  Í kjölfar mats á tilboðunum var ákveðið að ganga til samninga við Base ehf. sem bauð í allar byggingarnar sem auglýstar voru.  Í tilboði þeirra fólst kaup á tilgreindum fjölda eigna í einum heildstæðum pakka þar sem nýting byggðist á skilgreindri hugmyndafræði.

Kaupandinn Base ehf.

Eignarhaldsfélagið Base ehf var stofnað 19. janúar 2007.  Stofnaðilar eru eftirfarandi:  Hringrás ehf,  N1, ÍAV Þjónusta ehf, Meistarahús ehf, Hótel Keflavík ehf, Rafholt ehf, Eignarhaldsfélagið AV ehf, DM ehf., Húsanes ehf, Lykil Ráðgjöf ehf, Víkur ehf. og  Sparisjóðurinn í  Keflavík.

Tæknivellir - Hugmyndafræði

Til stendur að byggja upp Tæknivelli til framtíðar þar sem allar iðngreinar geta fengið aðsetur.  Allt svæðið yrði sérstaklega útbúið þannig að það geti boðið til leigu mannvirki til að hýsa þróun í iðnaði með áherslu á verkfræði, raunvísindi, tölvuþróun, dreifingarmiðstöðvar, flugtengda starfsemi, hátæknibúnað fyrir matvælaiðnað, nýsköpun, arkitektúr o.s.frv.

Ennfremur stendur til að vera með sérstakan þjónustukjarna staðsettan í byggingu 2314 í miðju svæðisins.  Þar yrðu sameiginlegar skrifstofur og anddyri.  Þá hafa verði reifaðar þær hugmyndir að ein til tvær byggingar geti verið lánaðar til samfélagslegra verkefna fyrstu árin.

Rætt hefur verið við aðra eignaraðila á heildarsvæðinu um samræmingu og uppbyggingu á Tæknivöllum til framtíðar.  Viðbrögð þeirra hafa verið mjög jákvæð og eru þeir tilbúnir að þróa svæðið sameiginlega með þessa framtíðarsýn að leiðarljósi.  Horfa forsvarsmenn Base ehf. einnig til þess landssvæðis sem ekki er nýtt í dag og hafa fullan hug á að þróa þar nýja starfsemi.  Þess má geta að Tæknivellir geta stutt við hugmyndir um háskólauppbyggingu á svæðinu og öfugt.

Base hefur einnig lýst áhuga á að koma að frekari verkefnum er varða uppbygginu á starfssvæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar telur að þar séu um að ræða traustan og öflugan samstarfsaðila í uppbyggingu á svæðinu. Samræmist þessi sala því markmiðum félagsins um umbreytingu svæðisins til arðbærra borgaralegra nota á sem skemmstum tíma.

Base mun snyrta svæðið allt í kring innan 6 mánaða.  Einnig stendur til að lagfæra mannvirkin og móta eina sterka ímynd fyrir svæðið í heild með tilheyrandi merkingum og útlitshönnun.  Hver bygging fengi þá t.d. merkinguna Tæknivellir 1, Tæknivellir 3 o.s.frv.

Umfang samnings

Alls er um að ræða 10 fasteignir sem innihalda 22 byggingar. Heildarkaupverð eignanna er kr. 715 milljónir.  Jafnfram skuldbindur Base ehf. sig til að leggja fé í endurbætur og uppbyggingu svæðisins, segir í frétt á vef Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

 

Mynd: Frá sölu fasteigna á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd: Kadeco.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024