Fjöldi smáskjálfta á Reykjanesi
Hrina minniháttar jarðskjálfta hefur verið við Fagradalsfjall á Reykjanesi allt frá því í gær. Hrinan náði hámarki milli 14 og 16 í gær og gekk þá niður. Hún tók sig aftur upp um kl. 21 í gærkvöld og náði aftur hámarki á þriðja tímanum í nótt.Samkvæmt mbl.is mældist stærsti skjálftinn í nótt 2,5 á Richterskalanum.
Hrinan bendir til þess að spenna sé í jarðskorpunni og mögulegt sé að orsökin liggi í kvikuhreyfingu í neðri lögum jarðskorpunnar.
Líkur eru á aðeins stærri skjálfta en ekkert bendir til þess að kvika sé á leið til yfirborðs.
Mynd: kort sem sýnir skjálftavirkni á suð-vesturhorninu í dag.








