Fjöldi skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni fer hægt vaxandi
Samkvæmt líkanreikningum er nægur þrýstingur búinn að byggjast upp í kerfinu til að koma af stað nýjum atburði á næstu dögum
Vísbendingar gefa til kynna að það styttist í næsta kvikuhlaup eða jafnvel eldgos segir í tilkynningu sem Veðurstofa Íslands sendi frá sér í dag en eins og kom fram fyrr í vikunni þá sýna GPS-mælingar að hægt hefur örlítið á landrisinu síðustu daga. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, geta það verið það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos.
Viðbragðsáætlanir Veðurstofunnar miðað við að kvikuhlaup gæti farið af stað hvenær sem er næstu daga og það jafnvel endað með eldgosi. Ef atburðarrásin verður sambærileg og í aðdraganda fyrri eldgosa, gæti fyrirvarinn verið mjög stuttur.
Hér að neðan má sjá færslu um uppfært hættumat frá síðastlinum miðvikudegi.