Fjöldi ökumanna á hraðferð um helgina
Fjórir ökumenn voru kærðir af Suðurnesjalögreglunni í gær fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók var mældur á 127 km. Einn var tekin fyrir sömu sakir á Hafnargötu. Sex ökumenn hlutu sömu meðhöndlun af lögreglunni á laugardag vegna hraðaksturs á Reykjanesbraut og var einn þeirra á 136 km. hraða. Menn virðast því seint ætla að læra.
Í gær voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir ýmis önnur umferðarlagabrot, s.s. að leggja í bílastæði fyrir fatlaða, blaðra í farsíma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað og annað í þeim dúr. Þá voru eigendur fimm bifreiða boðaðir með þær í aðalskoðun þar sem það hafði verið vanrækt fram úr hófi.
Í gær voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir ýmis önnur umferðarlagabrot, s.s. að leggja í bílastæði fyrir fatlaða, blaðra í farsíma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað og annað í þeim dúr. Þá voru eigendur fimm bifreiða boðaðir með þær í aðalskoðun þar sem það hafði verið vanrækt fram úr hófi.