Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjöldi minni árekstra
Fimmtudagur 28. febrúar 2008 kl. 09:33

Fjöldi minni árekstra

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu seint í gær og í nótt. Nokkuð var um að lögregla aðstoðaði ökumenn sem voru fastir í snjó fram eftir kvöldi og fram á nótt.

Þrjú önnur óhöpp urðu í gærmorgun. Bíll fór út af Reykjanesbraut við Vogaveg, tvær bifreiðir rákust harkalega saman á Sandgerðisvegi og loks varð árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Vesturgötu.

Engan sakaði í óhöppunum.

VF-mynd úr safni/Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024