Fjöldi manns við lokaframkvæmdir á Domino´s
 Mikill handagangur var í öskjunni við fyrirhugað húsnæði Domino´s í Reykjanesbæ í dag.
Mikill handagangur var í öskjunni við fyrirhugað húsnæði Domino´s í Reykjanesbæ í dag.Fjöldi iðnaðarmanna var þar samankominn við að klára lokaáfanga húsnæðisins og virtist framkvæmdin ganga afar vel þótt fjölmennt væri. Þá var bílastæðið í kringum húsið þéttsetið af vöru- og sendiferðabifreiðum af öllum stærðum.
Heimildir Víkurfrétta herma að fyrirhugað sé að opna staðinn eftir helgi, en framkvæmdir hafa staðið frá því í vor. Flatbökufíklar geta því kæst, enda eflaust orðnir langeygir eftir nýja staðnum.
VF-mynd/Þorgils Jónsson

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				