Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjöldi lögreglubíla veittu  eftirför í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 14. apríl 2022 kl. 08:02

Fjöldi lögreglubíla veittu eftirför í Reykjanesbæ

Fjöldi lögreglubíla frá lögreglunni á Suðurnesjum veittu ökumanni í ofsaakstri eftirför um götur Reykjanesbæjar aðfaranótt síðasta föstudags. Eftirförin hófst við Hafnargötu í Keflavík og endaði í Innri Njarðvík en eftirförin fór m.a. í gegnum Ásbrú.

Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfesti að flestar lögreglubifreiðar embættisins hafi tekið þátt. Sem betur fer varð ekkert slys en ökumaður var handtekinn og yfirheyrður. Hann var svo látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024