Fjöldi lögreglubíla veittu eftirför í Reykjanesbæ
Fjöldi lögreglubíla frá lögreglunni á Suðurnesjum veittu ökumanni í ofsaakstri eftirför um götur Reykjanesbæjar aðfaranótt síðasta föstudags. Eftirförin hófst við Hafnargötu í Keflavík og endaði í Innri Njarðvík en eftirförin fór m.a. í gegnum Ásbrú.
Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfesti að flestar lögreglubifreiðar embættisins hafi tekið þátt. Sem betur fer varð ekkert slys en ökumaður var handtekinn og yfirheyrður. Hann var svo látinn laus að lokinni skýrslutöku.