Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjöldi í kvöldgöngu kirkjunnar
Þriðjudagur 9. ágúst 2016 kl. 23:13

Fjöldi í kvöldgöngu kirkjunnar

Keflavíkurkirkja bauð upp á kvöldgöngu sl. sunnudagskvöld þar sem gengið var um slóðir kirkjunnar og tóku um 50 gestir þátt í þessari hreyfanlegu helgistund eins og Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur orðar það.

Við gengum um gamla bæinn og deildum okkar á milli sögumölum um gömlu Keflavík og byggingarsögu kirkjunnar. Sungum sálma við hvert stopp undir dyggri stjórn organistans Arnórs B. Vilbergssonar og enduðum svo í bakgarðinum heima þar sem mamma var búin að hella upp á kaffi og baka hjónabandssælu og súkkulaðibitakökur."

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gangan er orðin árlegur viðburður enda vel við hæfi að brjóta upp helgihaldið yfir sumarmánuðina að sögn Erlu og virðist það hljóta góðan hljómgrunn hjá bæjarbúum.