Fjöldi gesta á Sjóaranum síkáta
Mikill földi fólks sótti heim hátíðina Sjóarann síkáta í Grindavík sem hófst á föstudag og lauk í gærkvöld. Er skemmst frá að segja að hátíðarhöld fóru vel fram og voru gestum til sóma.
Lögreglan á Suðurnesjum og björgunarsveitir voru með talsverðan viðbúnað eins og endranær. Fjölmargir gistu á tjaldstæði og nutu gestir fjölbreyttrar dagskrár hátíðarinnar á laugardag og Sjómannasunnudag.
Í samstarfi við félagsþjónustu Grindavíkur var starfrækt athvarf fyrir börn- og ungmenni vegna hátíðarhaldanna. Í athvarfið voru færðir tveir einstaklingar vegna drykkju undir aldri og einn vegna útivistarbrots á föstudagskvöld og aðeins tveir á laugardagskvöld, segir í tilkynningu frá lögreglu.