Fjöldi fólks
Mikill eldur gaus upp í fiskverkunarhúsi Jóns Erlingssonar í Sandgerði stuttu eftir að slökkvilið Sandgerðis kom á staðinn rétt fyrir klukkan 2 í nótt, en þegar slökkvilið kom á staðinn rauk undan þaki hússins. Kallað var eftir aðstoð frá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli og Brunavörnum Suðurnesja og um klukkan 5 í nótt var að mestu búið að ráða niðurlögum eldsins. Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. Verið er að rífa þak hússins og slökkva í glæðum sem þar leynast.Ljósmynd/Lögreglan í Keflavík: Miklar eldtungur stóðu upp úr þaki hússins í nótt.