Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjöldi barna í sund rúmlega tvöfaldaðist
Þriðjudagur 11. júlí 2006 kl. 22:20

Fjöldi barna í sund rúmlega tvöfaldaðist

Á fyrstu sex mánuðum þessa árs komu rúmlega 15 þúsund börn í Sundmiðstöðina við Sunnubraut í Reykjanesbæ en á sama tímabili árið 2005 voru þau um sjö þúsund.
Ástæðuna fyrir þessari miklu fjölgun má rekja til ákvörðunar bæjarstjórnarReykjanesbæjar að frá og með síðustu áramótum fá öll grunnskólabörn  frítt í sund.
Þrátt fyrir að barnagjald hafi verið lagt af þá eru heildartekjur Sundmiðstöðvarinnar mjög svipaðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs og á sama tíma í fyrra. Tekjur af fullorðunum hafa hins vegar aukist um tæp 13% á þessu tímabili.


Búast má við því að fjöldi barna sem heimsækir Sundmiðstöðina eigi enn eftir að aukast seinni sex mánuði ársins, þar sem hin nýja og glæsilega Vatnaveröld og 50 metra innilaugi voru ekki tekin í notkun fyrr en um miðjan maí.
 
Af vefsíðu Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024