Fjöldamet blóðgjafa slegið í Reykjanesbæ
71 gaf blóð í Blóðbankabílnum.
Met var slegið í fjölda blóðgjafa í Reykjanesbæ þegar Blóðgjafabíllin var þar sl. þriðjudag. Alls 71 kom, þar af 20 nýir blóðgjafar. Jórunn Frímannsdóttir, deildarstjóri blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum, segir þetta afar ánægjulegt og skipta miklu máli því Blóðbankinn þurfi 70 blóðgjafir á dag. „Þessi fjöldi hefur ekki komið í Bljógjafabílinn síðan árið 2009. Reykjanesbæingar náðu næstum persónulegu meti Húsvíkinga, sem er 71 blóðgjöf. En þar voru engir nýir blóðgjafar.“
Von er á Blóðgjafabílnum aftur til Reykjanesbæjar í nóvembermánuði. Í samtali við Víkurfréttir í ágúst sagði Jórunn segir að 70 blóðgjafir á dag næðust en þó þurfi stundum að hafa mikið fyrir því og það komi dagar þegar sms og tölvupóstar dugi ekki og geti þurft að hringja í allt að 100 manns á dag.