Fjöldahjálparstöð opnuð í Reykjanesbæ
Fjöldahjálparstöð var opnuð um miðnætti í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ fyrir Grindavíkinga.
Hópur starfsmanna Rauða krossins og sjálfboðaliðar voru mættir þangað um miðnætti til að gera allt klárt, taka á móti gámi fullum af rúmum sem koma á fyrir í sal hússins.
Þá er verið að hella upp á kaffi og græja nesti og fólk er tilbúið til að skrá þá sem kunna að koma.
Á stundum sem þessari standa Íslendingar saman sem einn maður við bakið á Grindvíkingum, björgunarfólki og sjálfboðaliðum, segir Ásmundur Friðriksson alþingismaður en hann tók einnig myndirnar með fréttinni.