Fjölbreytt dagskrá MSS á haustönn
Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður upp á fjölbreytta dagskrá nú á haustönn. Þar á meðal er nýtt námskeið hjá MSS Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum. Áætlað er að námskeiðið hefjist í lok byrjun september og ljúki í apríl 2014.
Kennt verður í húsnæði MSS í Krossmóa 4, 3. hæð. Námið er 300 kennslustundir þar sem hver kennslustund er 40 mínútur. Kennt verður síðdegis tvo daga í viku, frá kl 16:25 til kl 20:20. Kennt verður eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Kjarnafögin eru kennd í lotum og lýkur hverri lotu með prófi í viðkomandi fagi sem námsmaður verður að ná lámarkseinkunn í. Einstaklingsverkefni og hópverkefni, umræður um efni og próf verða undirstaða námsmats. Námsþættir í Nám og þjálfun eru: Námstækni, sjálfsþekking og samskipti, Íslenska, Enska, Danska og Stærðfræði. Nám og þjálfun í almennum greinum er einkum ætluð þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með próf. Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er einnig upplagt námskeið fyrir þá sem eru á leið í starfsnám eða iðnnám og þá sem hafa og ætla að ljúka raunfærnimeti iðngreina.
Við útskrift fær námsmaður sem lokið hefur öllum áföngum útskriftarskýrteini með einkunnum og umsögnum. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum til styttingar á námi í framhaldsskóla allt að 24 einingum. Nánari upplýsingar veitir Kristinn í síma 412-5947 eða [email protected]