Fjölbreytt dagskrá á Ljósanótt
Undirbúningur fyrir Ljósanótt í Reykjanesbæ stendur nú sem hæst en hún verður haldin dagana 2.-5. september nk. Eins og venjulega stendur mikið til á þessari menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar og verður mikið kapp lagt á að bærinn sé í hátíðarbúningi þessa helgi.
Lokaframkvæmdir við Hafnargötuna verða vígðar ásamt listaverkum og öðrum framkvæmdum og hefð hefur skapast fyrir því að fjölskyldur í Reykjanesbæ bjóði ættingjum og vinum í heimsókn þessa löngu helgi.
Nokkur mynd er nú komin á dagskrá hátíðarinnar sem verður fjölbreytt að vanda.
Fjölmenningarhátíð
Ljósanótt verður sett fimmtudaginn 2. september með fjölmenningarhátíð. Í Reykjanesbæ eru, eins og annars staðar á Íslandi, margir einstaklingar frá hinum ýmsu þjóðlöndum og er hugmyndin að virkja þá til útihátíðar með stuðningi leik- og grunnskólabarna í Reykjanesbæ, t.d. í skrúðgarðinum í Keflavík.
Hagyrðingakvöld
Um kvöldið er stefnan sett á hagyrðingakvöld í Stapanum og hafa undirbúningsaðilar þegar fengið þjóðkunna hagyrðinga alls staðar að af landinu til að taka þátt. Það er Pétur Blöndal hagyrðingur sem mun hafa veg og vanda af undirbúningi í samstarfi við Ljósanefnd en markið er sett á fjölmennasta hagyrðingakvöld á Íslandi. Ef vel tekst til má reikna með að hagyrðingakvöld gæti orðið fastur liður á Ljósanótt til framtíðar.
Tónlistarhátíð
Á föstudeginum verður tónlist gerð góð skil. Viðræður eru í gangi við ýmsa þekkta listamenn til að taka þátt í tónleikum á föstudagskvöldinu. Þá er stefnt að því að 5 - 10 hljómsveitir leiki á veitinga- og skemmtistöðum í bænum seinna um kvöldið þannig að gestir Ljósanætur geta farið á rölt um bæinn eftir tónleikana og hlustað á fleiri hljómsveitir. Einnig er stefnt að unglingatónleikum í Reykjaneshöll og er undirbúningur þegar hafin.
Flug- og tækjasýning
Á laugardaginn verður boðið upp á flug- og tækjasýningu. Stefnt er að fjölbreyttum atriðum á lofti, láði og legi með listflugi og öðrum uppákomum. Sýningin verður unnin í samvinnu við flugfélög og Varnarliðið. Hápunktur hátíðarinnar er svo dagskrá á útisviði, lýsing Bergsins og ein glæsilegasta flugeldasýning sem haldin er á landinu.
Kirkjustarfið kynnt
Á sunnudeginum er hugmyndin að virkja kirkjudeildir á svæðinu til góðra hluta þar sem gestum yrði kynnt starf þeirra á víðum grundvelli með samkomum og góðri tónlist.
Ljósalagið fyrr á ferðinni í ár
Ljósalagið verður að sjálfsögðu á sínum stað og er Guðbrandur Einarsson formaður undirbúningsnefndar. Keppnin er fyrr á ferðinni í ár en áður, eða annað kvöld, þannig að Ljósalagið geti betur kynnt hátíðina framundan.
Af vef Reykjanesbæjar
Lokaframkvæmdir við Hafnargötuna verða vígðar ásamt listaverkum og öðrum framkvæmdum og hefð hefur skapast fyrir því að fjölskyldur í Reykjanesbæ bjóði ættingjum og vinum í heimsókn þessa löngu helgi.
Nokkur mynd er nú komin á dagskrá hátíðarinnar sem verður fjölbreytt að vanda.
Fjölmenningarhátíð
Ljósanótt verður sett fimmtudaginn 2. september með fjölmenningarhátíð. Í Reykjanesbæ eru, eins og annars staðar á Íslandi, margir einstaklingar frá hinum ýmsu þjóðlöndum og er hugmyndin að virkja þá til útihátíðar með stuðningi leik- og grunnskólabarna í Reykjanesbæ, t.d. í skrúðgarðinum í Keflavík.
Hagyrðingakvöld
Um kvöldið er stefnan sett á hagyrðingakvöld í Stapanum og hafa undirbúningsaðilar þegar fengið þjóðkunna hagyrðinga alls staðar að af landinu til að taka þátt. Það er Pétur Blöndal hagyrðingur sem mun hafa veg og vanda af undirbúningi í samstarfi við Ljósanefnd en markið er sett á fjölmennasta hagyrðingakvöld á Íslandi. Ef vel tekst til má reikna með að hagyrðingakvöld gæti orðið fastur liður á Ljósanótt til framtíðar.
Tónlistarhátíð
Á föstudeginum verður tónlist gerð góð skil. Viðræður eru í gangi við ýmsa þekkta listamenn til að taka þátt í tónleikum á föstudagskvöldinu. Þá er stefnt að því að 5 - 10 hljómsveitir leiki á veitinga- og skemmtistöðum í bænum seinna um kvöldið þannig að gestir Ljósanætur geta farið á rölt um bæinn eftir tónleikana og hlustað á fleiri hljómsveitir. Einnig er stefnt að unglingatónleikum í Reykjaneshöll og er undirbúningur þegar hafin.
Flug- og tækjasýning
Á laugardaginn verður boðið upp á flug- og tækjasýningu. Stefnt er að fjölbreyttum atriðum á lofti, láði og legi með listflugi og öðrum uppákomum. Sýningin verður unnin í samvinnu við flugfélög og Varnarliðið. Hápunktur hátíðarinnar er svo dagskrá á útisviði, lýsing Bergsins og ein glæsilegasta flugeldasýning sem haldin er á landinu.
Kirkjustarfið kynnt
Á sunnudeginum er hugmyndin að virkja kirkjudeildir á svæðinu til góðra hluta þar sem gestum yrði kynnt starf þeirra á víðum grundvelli með samkomum og góðri tónlist.
Ljósalagið fyrr á ferðinni í ár
Ljósalagið verður að sjálfsögðu á sínum stað og er Guðbrandur Einarsson formaður undirbúningsnefndar. Keppnin er fyrr á ferðinni í ár en áður, eða annað kvöld, þannig að Ljósalagið geti betur kynnt hátíðina framundan.
Af vef Reykjanesbæjar