Fjölbreytileikanum fagnað í Suðurnesjabæ
Hinsegin dagar hafa staðið yfir síðustu daga og víða um land er fjölbreytileikanum fagnað með ýmsum hætti.
Í Suðurnesjabæ er fánum fjölbreytileikans flaggað við stofnanir sveitarfélagsins og máluð hefur verið regnbogagata við Vörðuna í Sandgerði.
Einnig er regnboga strætóskýli við Garðbraut í Garði.
Að ofan er mynd tekin með dróna sem sýnir regnbogagötuna við Vörðuna í Sandgerði en að neðan má sjá mynd af vef Suðurnesjabæjar þar sem bæjarstjórinn og fleira starfsfólk sveitarfélagsins er að hefja málningarvinnuna.