Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölbrautaskólinn yfirgefinn á fjórum mínútum
Fimmtudagur 10. október 2002 kl. 15:33

Fjölbrautaskólinn yfirgefinn á fjórum mínútum

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja í samráði við starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurnesja stóð fyrir brunaæfingu í skólanum í gær. Útkallið barst brunavörnum Suðurnesja um kl 10:14 og var fyrsti bíll kominn á staðinn um fjórum mínútum síðar, eins og greint var frá hér á netinu í gær. Víkurfréttir fengu Sigmund Eyþórsson slökkviliðsstjóra til að taka saman frekari útskýringu á æfingunni og tilgangi hennar.Meginmarkmið æfingarinnar var að æfa nýtt skipulag sem skilgreinir viðbrögð starfsfólks og nemenda skólans, ásamt aðkomu slökkviliðs og lögreglu. Æfingin var ansi viðamikil og voru 14 slökkviliðsmenn B.S kallaðir út, þar sem um 900 nemendur og starfsfólk eru í skólanum og mikill reykur var settur í skólann á tveim svæðum. Fimm fórnarlömb og ein dúkka voru falinn inn í skólanum og voru átta reykkafarar sendir inn frá tveimur inngöngum í leit að fórnarlömbunum. Vel gekk að rýma skólann og voru allir - að undaskyldum þeim sex sem földu sig - komnir út á innan við fjórum mínútum, sem er mjög góður tími.
Byggingin er steinsteypt, um 2000 fermetrar á tveimur og þremur hæðum og því í mörg herbergi og hólf að leita, semsagt góð æfing til að samhæfa verklag fjölda reykkafara og reykköfunarstjóra. Ágætlega gekk að finna fórnarlömbin sex, búið var að fullleita bygginguna og reyklosa reykfyllt rými á 29 mínútum frá útkalli.

Að auki var æfð aðkoma slökkviliðsins að byggingunni og uppstilling á körfubíls Slökkviliðs B.S. Vitað var að mikill umferðartappi getur myndast við hornið á Faxabraut og Sunnubraut og því var Lögreglunni falið að sjá um umferðarstjórnun á svæðinu og m.a. var nemendum ekki leift að yfirgefa svæðið á bíl því áhersla var lögð á að kyrrsetja alla viðkomandi þar til slökkviliðsbílar og búnaður slökkviliðsins var kominn á staðinn.

Í lokinn segir Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri B.S. að hann viti ekki til þess að æfing með þessum hætti hafi verið framkvæmd í framhaldsskólum á Íslandi áður, en þessi æfing hafi verið loka æfing í haustátaki slökkviliðsins, búið er að framkvæma sambærilega æfingu þ.e. að rýma alla skóla og leikskóla á svæði Brunavarna Suðurnesja þ.e. einn framhaldsskóla, 6 grunnskóla og 9 leikskóla og eru æfingar í leikskólum æfðar tvöfalt svo öll leikskólabörn taki þátt í æfingunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024