Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölbrautaskóli Suðurnesja vekur athygli erlendis
Föstudagur 3. desember 2004 kl. 18:29

Fjölbrautaskóli Suðurnesja vekur athygli erlendis

Eitt virtasta sjávarútvegstímarit heims „Fishing News“ fjallaði nýverið um netagerðardeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tímaritið sem kemur út mánaðarlega fjallar um sjávarútveg og fiskveiðar um allan heim.

Í greininni er fjallað ítarlega um starfsemi netagerðardeildarinnar og er fyrirsögn greinarinnar „Iceland´s the place to learn about gear“ eða Ísland er staðurinn til að læra um veiðarfæri. Það er Quentin Bates sem skrifar greinina en hann var á sínum tíma stýrimaður á Íslandsmiðum.

Quentin ræðir meðal annars við Lárus Pálmarsson, forstöðumann deildarinnar og Ólaf Jón Arnbjörnsson skólameistara. Sagt er frá nýjum tilraunatanki sem verið er að setja upp í skólanum, fjarnámi sem nýtast mun nemendum um allan heim og samstarfi við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Athygli af þessu tagi er mikil viðurkenning fyrir Fjölbrautaskóla og það þróunarstarf sem átt hefur sér stað innan skólans.

Frá þessu er greint á vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024