Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Fjölbrautaskóli Suðurnesja stofnun ársins
Kristján Þ. Ásmundsson, skólameistari FS tók við verðlaununum.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 17. febrúar 2023 kl. 13:25

Fjölbrautaskóli Suðurnesja stofnun ársins

Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð sigurvegari í flokki stórra stofnana í könnun Sameykis á stofnun ársins. Titlana Stofnun ársins og Stofnun ársins - borg og bær hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr í könnun Sameykis meðal starfsmanna þeirra. Könnunin náði til starfsmanna í opinberri þjónustu hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð í 1. sæti í flokki stórra stofnana í könnuninni en skólinn varð í 3. sæti í síðustu könnun. Stærðarflokkarnir eru stofnanir með færri en 40 starfsmenn, stofnanir með 40-89 starfsmenn og stofnanir með 90 eða fleiri starfsmenn. Fimm efstu stofnanir í hverjum flokki hljóta titilinn Fyrirmyndarstofnun og fær skólinn þann titil nú í 7. sinn á síðustu níu árum. Þess má geta að framhaldsskólar urðu í efsta sæti í öllum flokkum ríkisstofnana. 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner