Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölbrautaskóli Suðurnesja stofnun ársins
Kristján Þ. Ásmundsson, skólameistari FS tók við verðlaununum.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 17. febrúar 2023 kl. 13:25

Fjölbrautaskóli Suðurnesja stofnun ársins

Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð sigurvegari í flokki stórra stofnana í könnun Sameykis á stofnun ársins. Titlana Stofnun ársins og Stofnun ársins - borg og bær hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr í könnun Sameykis meðal starfsmanna þeirra. Könnunin náði til starfsmanna í opinberri þjónustu hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð í 1. sæti í flokki stórra stofnana í könnuninni en skólinn varð í 3. sæti í síðustu könnun. Stærðarflokkarnir eru stofnanir með færri en 40 starfsmenn, stofnanir með 40-89 starfsmenn og stofnanir með 90 eða fleiri starfsmenn. Fimm efstu stofnanir í hverjum flokki hljóta titilinn Fyrirmyndarstofnun og fær skólinn þann titil nú í 7. sinn á síðustu níu árum. Þess má geta að framhaldsskólar urðu í efsta sæti í öllum flokkum ríkisstofnana. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024