Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölbrautaskóli Suðurnesja fyrirmyndarstofnun
Laugardagur 24. maí 2014 kl. 11:20

Fjölbrautaskóli Suðurnesja fyrirmyndarstofnun

Ein af stofnunum ársins

Starfsmannafélag ríkisstofnana velur á hverju ári stofnun ársins. Að þessu sinni fékk Fjölbrautaskóli Suðurnesja viðurkenningu sem fyrirmyndarstofnun. Skólinn hafnaði í fjórða sæti af 79 í flokki stórra ríkisstofnana í kosningu um stofnun ársins.

Í hverjum flokki hlutu efstu stofnanirnar sæmdarheitið fyrirmyndarstofnun. Í flokki stærstu stofnana voru auk Fjölbrautaskólans valdar, Ríkisskattstjóri, Sérstakur saksóknari, Sjálsbjargarstofnun og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta er í níunda sinn sem SFR velur Stofnun ársins en könnunin er unnin af Capacent í samstarfi við VR, St.Rv. og fjármálaráðuneytið og er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Rúmlega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda og er val á Stofnunum ársins byggt á svörum tæplega 14.000 opinberra starfsmanna.

Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Niðurstöður könnunarinnar í ár sýna að mat starfsmanna á öllum þáttum hefur hækkað lítillega, nema þátturinn sem mælir ánægju með launakjör. Þar er enn talsverður munur á milli opinberra starfsmanna og félagsmanna VR ef kannanir félaganna eru bornar saman.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að stærri stofnanir fá lakari útkomu en þær minni á öllum þáttum. Þegar bornar eru saman stærstu og minnstu stofnfanirnar munar miklu þeim stærri í óhag. Mikill munur er á þeirri einkunn sem starfsmenn minni stofnana gefa í flestum þáttum og starfsmenn þeirra stærri. Þetta á sérstaklega við um ímynd stofnunar, trúverðugleika stjórnenda, vinnuskilyrði og sveigjanleika.