Fjölbrautanemar í heimsókn
Sextán nemar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja heimsóttu höfuðstöðvar Víkufrétta í morgun.Krakkarnir eru á fjölmiðla- og upplýsingabraut og eru að kynna sér starfsemi fjölmiðla á Íslandi, þar á meðal Víkurfréttir. Svanhildur Eiríksdóttir, kennari sagði krakkana mjög áhugasama og ljóst að hér væri á ferðinni upprennandi blaða- sjónvarps- og útvarpsfólk.