Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjögurra kvenna leitað við Keili
Fimmtudagur 10. ágúst 2006 kl. 13:44

Fjögurra kvenna leitað við Keili

Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út um klukkan tíu í gærkvöld vegna fjögurra kvenna sem voru í vandræðum við Keili.  Konurnar voru í símasambandi en vissu ekki hvar þær voru. Þoka hafði læðst yfir svæðið ásamt því að tekið var að rökkva.
Konurnar höfðu orðið viðskila hvor við aðra en svo ratað saman aftur. Fljótlega upp úr klukkan 11 óku björgunarsveitarmenn fram á bifreið kvennanna. Stuttu síðar fundust þær heilar á húfi og var þeim komið til byggða. Um 30 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni og var liðsauki ásamt leitarhundum á leiðinni til leitar þegar konurnar fundust.


 

Mynd: Séð til Keilis frá Keflavík.

 

VF-mynd: Ellert Grétarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024