Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjögurra flokka viðræður í Grindavík
Mánudagur 28. maí 2018 kl. 10:07

Fjögurra flokka viðræður í Grindavík

Rödd unga fólksins hefur ákveðið að hefja viðræður um myndun meirihluta með
Framsóknarflokki, Miðflokki og Samfylkingunni í Grindavík. Þetta kemur fram á Facebook síðu flokksins en hann var stofnaður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í ár. Flokkarnir fjórir fengu hver um sig einn mann inn og standa viðræður um myndun meirihluta yfir núna.

Oddvitar flokkanna fjögurra eru:
Rödd unga fólksins- Helga Dís Jakobsdóttir.
Samfylking- Páll Valur Björnsson.
Miðflokkurinn- Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir.
Framsóknarflokkurinn- Sigurður Óli Þórleifsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024