Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjögurra bíla árekstur
Þriðjudagur 27. febrúar 2018 kl. 10:31

Fjögurra bíla árekstur

Fjögurra bifreiða árekstur varð á Reykjanesbraut, nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í gærdag. Var ökumaður einnar þeirra fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hann kenndi eymsla eftir óhappið.
 
Atvikið átti sér stað með þeim hætti að ökumaður einnar bifreiðarinnar nauðhemlaði í talsverðum umferðarþunga þar sem hann ók í átt að flugstöðinni. Ökumaður næstu bifreiðar náði ekki að stöðva og ók aftan á hina fyrrnefndu. Sama máli gegndi um þriðju og fjórðu bifreiðina í röðinni, þannig að úr varð fjögurra bifreiða árekstur. Fjarlægja varð eina bifreiðina með dráttarbifreið þar sem hún var óökufær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024