Fjögur útköll á fjórum mínútum
Fjögur útköll komu á fjórum mínútum hjá Brunavörnum Suðurnesja síðdegisí dag. Þá var tilkynnt um tvö brunaútköll; að Hringbraut 42 í Keflavík og í trillu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Á sama tíma sendi BS slökkviliðsbíl með léttvatni og fimm menn til aðstoðar í stórbruna í Fákafeni í Reykavík. Þá var sjúkraflutningur til Reykjavíkur með veika manneskju.
Vel gekk að að slökkva eld í trillunni og í kjallara að Hringbraut 92 og „brunastrákar“ Suðurnesja hjálpuðu til í erfiðum eldi í höfuðborginni.
„Þetta er sjaldgæft að fá svona mikið í einu en okkur tókst að leysa þetta“, sagði Jón Guðlaugsson, aðstoðarslökkviðstjóri Brunavarna Suðurnesja.
Vel gekk að að slökkva eld í trillunni og í kjallara að Hringbraut 92 og „brunastrákar“ Suðurnesja hjálpuðu til í erfiðum eldi í höfuðborginni.
„Þetta er sjaldgæft að fá svona mikið í einu en okkur tókst að leysa þetta“, sagði Jón Guðlaugsson, aðstoðarslökkviðstjóri Brunavarna Suðurnesja.