Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjögur tilboð bárust í rekstur mötuneytis grunskólanna
Laugardagur 25. júní 2005 kl. 14:17

Fjögur tilboð bárust í rekstur mötuneytis grunskólanna

Fjögur tilboð bárust Ríkiskaupum í rekstur mötuneytis grunnskóla Reykjanesbæjar og tilboði í hádegismáltíðir til aldraðra og öryrkja. Það voru fyrirtækin Matarlyst Atlanta ehf., Sláturfélag Suðurlands, HH veitingar ehf. og Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli ehf.

Um þessar mundir er unnið að úrvinnslu tilboða hjá Ríkiskaupum og er sá ferill tveggja til sex vikna langur. Heimilt var að bjóða í einstaka hluta úboðsins, þ.e. að bjóða í einstaka skóla eða fleiri og sérstaklega í máltíðir fyrir aldraða. Einnig var heimilt að bjóða afslátt af einingarverði ef að boðið var í fleiri en einn hluta útboðsins.

Ríkiskaup sér einnig um útboð vegna mötuneytis Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ræstinga í skólanum en svarfrestur hefur runnið út í báðum útboðunum. Ekki hefur ennþá verið gefið út hverjir eða hve margir buðu í það.

Mynd: Úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024