Fjögur hjól skemmd og tveimur stolið
Þjófnuðum á reiðhjólum hefur fjölgað umtalsvert í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Í vikunni tilkynnti kona að reiðhjóli dóttur sinnar hefði verið stolið , þar sem það stóð fyrir utan heimili þeirra. Eigandinn hafði skroppið inn en þegar hún kom út aftur var hjólið horfið. Einnig var tilkynnt um stuld á fjallahjóli í Grindavík. Þá var lögreglu tilkynnt um skemmdir á fjórum reiðhjólum sem öll eru í eigu sömu fjölskyldu.