Sunnudagur 17. júlí 2005 kl. 10:35
Fjögur hávaða útköll í Keflavík
Rólegt var hjá lögreglunni í nótt. Einn ökumaður var kærður fyrir að stöðva ekki við stöðvunarskyldu og annar var kærður fyrir að aka of hratt, hann var mældur á 111 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.
Lögreglan fór í fjögur hávaðaútköll í heimahús í Keflavík.
Vf-mynd úr safni