Fjögur fyrirtæki buðu í hönnun Reykjanesbrautar
Verkfræðistofan Hnit átti læsta tilboðið í hönnun á tvöföldun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur en tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur fyrirtæki buðu í verkið og var tilboð Hnits 92,8 milljónir. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 133 milljónir en öll tilboðin voru undir þeirri áætlun.
Öll tilboðin voru undir kostnaðaráætlun. Línuhönnun og Forverk bauð 94,3 milljónir, VSÓ Ráðgjöf bauð 105,9 milljónir og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen bauð 121,1 milljón.
Um er að ræða hönnun á 2 akreinum frá Hafnarfirði til Njarðvíkur sem verða samsíða Reykjanesbrautinni. mbl.is
Öll tilboðin voru undir kostnaðaráætlun. Línuhönnun og Forverk bauð 94,3 milljónir, VSÓ Ráðgjöf bauð 105,9 milljónir og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen bauð 121,1 milljón.
Um er að ræða hönnun á 2 akreinum frá Hafnarfirði til Njarðvíkur sem verða samsíða Reykjanesbrautinni. mbl.is