Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjártjón SSS metið 3 milljarðar
Afturköllun Vegagerðarinnar á einkaleyfi á samgöngum til FLE er talin ólögleg
Laugardagur 8. september 2018 kl. 14:05

Fjártjón SSS metið 3 milljarðar

Almenningssamgöngur og einkaleyfi heit kartafla

Fjártjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna ákvörðunar Vegagerðarinnar að taka áætlunarferð til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar út úr samningi um einkaleyfi á almenningssamgöngum er metið 3 milljarðar.

Fjártjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna ákvörðunar Vegagerðarinnar að taka áætlunarferð til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar út úr samningi um einkaleyfi á almenningssamgöngum er metið 3 milljarðar.

Þetta kom fram á 42. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem hófst í gær og stendur yfir um helgina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Unnar Steinn Bjarndal lögfræðingur kynnti málið fyrir fundargestum en fjártjónið var metið af dómkvöddum matsmönnum sem héraðsdómur skipaði þann 13. júní 2016. Matsmenn skiluðu áliti sínu í sumar og höfðu þeir þá áætlað tekjur og fjártjón SSS vegna aðgerða Vegagerðarinnar og ráðherra.

Þannig er áætlað að tekjur SSS af verksamningnum hefðu getað orðið þrír milljarðar á samningstímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2019. Það er því ljóst að fjárhagslegir hagsmunir SSS eru miklir en mikill kostnaður fylgir almenningssamgöngum.

Forsaga málsins er sú fyrirkomulagi fólksflutninga var breytt með lögum 2011 sem gáfu Vegagerðinni lagaheimild til þess að semja við einstök sveitarfélög, byggðasamlög eða landshlutasamtök um einkaleyfi á almenningssamgöngum. Samningur við SSS var undirritaður í febrúar 2012 en samkvæmt honum er öðrum en SSS óheimilt að stunda fólksflutninga á starfssvæðinu.

Hluti af samninginum var áætlunarferðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sú áætlunarleið er einstök þar sem hún hefur borið sig í samkeppnisrekstri en SSS bauð hana út skv. samningi við Vegagerðina. Útboðið var kært en því var vísað frá árið 2013 með úrskurði. Útboðið hafði verði tilkynnt til Samkeppniseftirlitssins sem taldi sig ekki hafa heimild til að grípa inn í en gaf síðar út afdráttarlaust álit og mælti gegn því að akstursleiðin væri háð einkaleyfi, þrátt fyrir að gert væri ráð fyrir því í lögum. Þeim tilmælum var beint til Vegagerðarinnar að ógilda þann hluta samningsins við SSS, þ.e. þann hluta sem snýr að flugrútu.

Fram kom í máli Unnars að slík aðgerð hafi breytt öllum forsendum samningsins þar sem flestar aðrar leiðir hans myndu ekki reka sig í samkeppnisrekstri.

Aðalatriðið í þessu öllu er að SSS fór eftir lögum og gildum samningi og teljum við því rétt okkar sterkan. Niðurstaða matsnefndar styrkir það enn frekar og staða SSS er sterkari fyrir vikið.
Málið snýst um hagnaðarmissi eða meintan hagnaðarmissi SSS vegna þess að aksturleggurinn var tekinn út úr samningnum. Það er ólögmætt samningsrof og það er engin lagaheimild fyrir afturköllun Vegagerðarinnar á samningi SSS. Þetta er því mikið hagsmunamál og miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi.

Deilan snýst um það hvort akstursleggurinn sé flokkaður sem almenningsakstur eða ferðaþjónusta sem er að sögn Unnars mikill tvískinningur því t.a.m. við breytingar á virðisaukaskatti hafi leggurinn verið greindur sem almenningssamgöngur.

Að sögn Berglindar Kristinsdóttur framkvæmdastjóra SSS er niðurstaða dómskvaddra matsmanna í yfirferð hjá Ríkislögmanni. 


Það er mikill vilji samtakanna að starfa eftir þeim lögum sem voru sett og við vonumst eftir því að viðunandi lausn finnist í málinu án þess að það þurfi að fara fyrir dómstóla. Varðandi samninginn sjálfan við Vegagerðina þá rennur hann út um áramótin. Ekki liggur því ljóst fyrir hverjir koma til með að taka við rekstri almenningssamgangna um næstu áramót.