Fjarskiptavandi í Garðinum
Framkvæmdasjóði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur verið falið að rita RÚV og Íslenska útvarpsfélaginu bréf og spyrjast fyrir hvort einhverjar breytingar hafi verið gerðar á útsendingarstyrk útvarps og sjónvarps. Íbúar hafa kvartað yfir að útsendingar hafi verið mjög slæmar að undanförnu sem er vandamál því það er öryggisatriði að þessi mál séu í lagi.Hreppsnefnd Gerðahrepps tók einnig fyrir á fundi sínum á dögunum símasambandsleysi á stuttum kafla á Garðveginum, og það á bæði við Landsímann og TAL. Þau mál eru einnig í athugun.