Fjárnámsbeiðnum fjölgar mikið
Fjárnámsbeiðnum hjá Sýslumannsembættinu í Keflavík hefur fjölgað mikið frá árinu 1997 fram á síðasta ár. Þó fækkar þeim lítið eitt frá árinu á undan og hefur þeim farið fækkandi frá árinu 2002 þegar fjöldi þeirra var mestur.
Fjárnámsbeiðnir voru í fyrra 3.099 talsins en voru 4.105 árið 2004. Árið 1997 komu 1.797 fjárnámsbeiðnir inn á borð sýslumanns en flestar voru þær 4.475 talsins árið 2002, að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins.
Nauðungasölum á eignum fækkar talsvert á sama árabili en á síðasta ári voru þær 436 en samantekt skýrslunnar nær aftur til ársins 1994 þegar nauðungarsölur voru flestar á þessu árbili, eða 857 talsins. Nauðungarsölur á fasteignum voru 33 árið 2005 en voru flestar 86 talsins árið 1995.
Nauðungarsölum á bifreiðum og lausafé hefur hins vegar fækkað mikið frá árinu 1997 eða frá því að vera 128 talsins niður í einungis 4. Samkvæmt skýrslunni skýrist það á því að í mörgum tilfellum fara uppboðsbeiðendur með bifreiðar til Reykjavíkur þar sem þeir telja sig fá hærra verð.
Fjárnámsbeiðnir voru í fyrra 3.099 talsins en voru 4.105 árið 2004. Árið 1997 komu 1.797 fjárnámsbeiðnir inn á borð sýslumanns en flestar voru þær 4.475 talsins árið 2002, að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins.
Nauðungasölum á eignum fækkar talsvert á sama árabili en á síðasta ári voru þær 436 en samantekt skýrslunnar nær aftur til ársins 1994 þegar nauðungarsölur voru flestar á þessu árbili, eða 857 talsins. Nauðungarsölur á fasteignum voru 33 árið 2005 en voru flestar 86 talsins árið 1995.
Nauðungarsölum á bifreiðum og lausafé hefur hins vegar fækkað mikið frá árinu 1997 eða frá því að vera 128 talsins niður í einungis 4. Samkvæmt skýrslunni skýrist það á því að í mörgum tilfellum fara uppboðsbeiðendur með bifreiðar til Reykjavíkur þar sem þeir telja sig fá hærra verð.