Fjarnám á háskólastigi í Grindavík
Framboð náms við HA er alltaf að aukast og í haust er hægt að hefja fjarnám í grunn- og leikskólafræði, iðjuþjálfun, líftækni, sjávarútvegsfræði, umhverfis- og orkufræði, viðskiptafræði, fjölmiðlafræði og byggðafræði. Kynning verður á fjarnámi laugardaginn 26. apríl kl. 11:00 – 13:00 í MSS að Skólavegi 1 í Reykjanesbæ. Allir Suðurnesjamenn sem hafa áhuga á að kynna sér fjarnám við HA eru boðnir velkomnir, segir í tilkynningu frá MSS.
Loftmynd/Þorsteinn Gunnar