Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjarnám á háskólastigi í Grindavík
Þriðjudagur 15. apríl 2008 kl. 09:32

Fjarnám á háskólastigi í Grindavík

Boðið verður upp á fjarnám frá Háskólanum á Akureyri til Grindavíkur frá og með haustinu 2008. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur haft umsjón með aðstöðu fyrir nemendur sem stunda fjarnám á Suðurnesjum við HA og hefur fram að þessu einungis verið hægt að sitja fjarfundi í Reykjanesbæ. Nú mun þjónustan eflast og munu nemendur í Grindavík geta setið myndfundi í heimabæ.

Framboð náms við HA er alltaf að aukast og í haust er hægt að hefja fjarnám í grunn- og leikskólafræði, iðjuþjálfun, líftækni, sjávarútvegsfræði, umhverfis- og orkufræði, viðskiptafræði, fjölmiðlafræði og byggðafræði. Kynning verður á fjarnámi laugardaginn 26. apríl kl. 11:00 – 13:00 í MSS að Skólavegi 1 í Reykjanesbæ. Allir Suðurnesjamenn sem hafa áhuga á að kynna sér fjarnám við HA eru boðnir velkomnir, segir í tilkynningu frá MSS.

Loftmynd/Þorsteinn Gunnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024