Fjármálastjóri Fríhafnarinnar segir upp
Tvær úr framkvæmdastjórn hætta með skömmu millibili.
Fjámálastjóri Fríhafnarinnar, Ásta Friðriksdóttir, hefur sagt upp störfum og er því annar fulltrúi framkvæmdastjórnar fyrirtækisins sem segir upp á skömmum tíma. Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar lét af störfum 3. september síðastliðinn. Hvorug þeirra vildi tjá sig nánar um uppsagnirnar þegar Víkurfréttir leituðu eftir því.