Fjármálaráðherra hjá Hitaveitunni
Geir Hilmar Haarde fjármálaráðherra heimsótti Hitaveitu Suðurnesja nú síðdegis og kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Ráðherra var á ferð um Reykjanesbæ með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.Meðfylgjandi mynd var tekin af Geir með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins þeim Árna Sigfússyni og Sigríði Jónu Jóhannsdóttur. Einnig er Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitunar og Albert Albertsson aðstoðarforstjóri með þeim á myndinni.