Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjármálaráðherra fundaði í Reykjanesbæ
Föstudagur 10. febrúar 2012 kl. 13:50

Fjármálaráðherra fundaði í Reykjanesbæ

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra hélt framsögu um atvinnu- og efnahagsmál á opnum fundi í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Einnig hélt Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, framsögu á fundinum. Fundurinn í gær var liður í fundaherferð þingflokks Samfylkingarinnar undir yfirskriftinni „Klárum málin“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Atvinnu- og efnahagsmál eru meginefni fundaferðarinnar en auk þess er farið yfir stöðuna í þeim málum sem ríkisstjórnin er með á sínu borði og spurningum fundarmanna svarað.


Nú þegar aðeins um ár er til alþingiskosninga leggur Samfylkingin áherslu á að stærstu málin verði kláruð fyrir komandi kosningar. Stærstu málin sem kynnt voru á fundinum í Reykjanesbæ í gærkvöldi voru nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, ný stjórnarskrá, fjárlagafrumvarp fyrir árið 2013, að auðlindamálum verði lokið og þá voru aðildarviðræður við ESB einnig á lista þeirra Oddnýjar og Magnúsar Orra í gærkvöldi.