Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjármálaráðherra brosandi í Leifsstöð á leið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Fimmtudagur 9. október 2008 kl. 16:54

Fjármálaráðherra brosandi í Leifsstöð á leið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins



Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, brosti til ljósmyndara þó svo skrefin séu þung og ástandið svart þessa dagana. Árni var nú síðdegis í Leifsstöð á leið sinni á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, þar sem ástand efnahagsmála í heiminum verður til umfjöllunar.


Árni mun eiga tvíhliða fundi með fulltrúum stjórnvalda í Bretlandi og Bandaríkjunum á fundinum. Þá mun hann hitta fulltrúa fjölmargra fjármálafyrirtækja sem átt hafa viðskipti við Íslandi, að því er segir í tilkynningu. Fundirnir hefjast á morgun og standa fram á þriðjudag í næstu viku.





Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024