Fjármálaráðgjafi til starfa hjá Reykjanesbæ
Á vefsíðu Reykjanesbæjar kemur fram að Árni Hinrik Hjartarson 32 ára viðskiptafræðingur M.Sc. hefur verið ráðinn í stöðu fjármálaráðgjafa við fjármála- og rekstrarsvið Reykjanesbæjar. Árni hefur nýlokið framhaldsnámi í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku. Helstu verkefni hans verða að aðstoða stjórnendur við fjárhags- og rekstraráætlanagerð og fylgja henni eftir. Hann verður yfirmönnum stofnana og fyrirtækja Reykjanesbæjar innan handar vegna allra innkaupa, hvort heldur að um er að ræða sameiginleg innkaup eða útboð. Þá er gert ráð fyrir að fjármálaráðgjafinn verði leiðandi aðili í vinnu við BSC kerfi Reykjanesbæjar, en það er árangurmælikvarðakerfi sem verið er að taka í notkun.
Fjármálaráðgjafi verður staðgengill framkvæmdastjóra fjármála og rekstrarsviðs.
Árni útskrifaðist stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1993. Kona hans er Kolbrún Björk Sveinsdóttir sjúkraliði og eiga þau tvo syni.
Fjármálaráðgjafi verður staðgengill framkvæmdastjóra fjármála og rekstrarsviðs.
Árni útskrifaðist stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1993. Kona hans er Kolbrún Björk Sveinsdóttir sjúkraliði og eiga þau tvo syni.